Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Íslenskir ​​ullarsokkar - Gráir

Söluverð5.600 ISK

Íslenskir ullarsokkar fyrir sjósundið, brimbrettið og kuldakastið.

80% íslensk ull, 20% polyamide.

Framleitt á Íslandi.

Stærð:
Íslenskir ​​ullarsokkar - Gráir
Íslenskir ​​ullarsokkar - Gráir Söluverð5.600 ISK

íslensk ull

Íslensk ull hefur verið með Íslendingum frá landnámi.
Hún hefur þróast í gegnum aldirnar í köldu norðlægu loftslagi og hefur því einstaka samsetningu tveggja þráða sem gefur okkur ull sem er hlý og létt, andar vel og hrindir frá sér vatni.

aðalútflutningsvara árið 1624

Ullarsokkar hafa lengi fylgt okkur, en þess má geta að árið 1624 var prjónavörur ein helsta útflutningsvara Íslendinga; það ár fluttum við út 72.231 pör af ullarsokkum.

framleidd í Reykjavík

Allar vörur okkar eru framleiddar í verksmiðjunni okkar í Reykjavík. Aðal hráefnið okkar, íslenska ullin, er unnin og úr henni framleitt í upprunalandi sínu. Við trúum á þesskonar verðmætasköpun. Við sköpum störf á íslandi, eflum mannlífið og síðast en ekki síst berum við virðingu fyrir náttúrunni.

sjálfbært ferli

Vatnsgufa úr jarðvarma eru notuð sem orkugjafi við
framleiðslu íslenska ullarbandsins. Þegar ullin er þvegin er notkun
kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki til að
tryggja viðhald náttúrlegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og
vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. Við vinnum engu
að síður stöðugt í því að bæta áferð og mýkt ullarinnar án þess að tapa því sem ullin stendur fyrir.