UM OKKUR

Glófi hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri ullarvöru á Íslandi frá því að fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 1982

Glófi framleiðir að mestu leiti fyrir sitt eigið vörumerki, VARMA, en einnig fyrir aðra hönnuði og fyrirtæki undir þeirra vörumerkjum. Þar má til dæmis nefna Cintamani, Farmers Market, Steini Design, Vík Prjónsdóttir, Volcap,  Andrea by Andrea og Júniform. Um 30 manns starfa hjá Glófa og er starfsemin öll undir einu þaki í Ármúla 31 í Reykjavík

ÍSLENSKA ULLIN – EINSTÖK FRÁ NÁTTÚRUNNAR HENDI

Undirstaðan í starfsemi okkar, íslenska ullin, hefur þróast í 1100 ár í köldu og norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstökum eiginleikum. Hún er létt og heldur einstaklega vel hita, andar vel og hrindir frá sér vatni. Ullin var lengi vel ein aðal útflutningsvara íslendinga og það er okkur mikill heiður að standa vörð um söguna, þetta einstaka hráefni og íslenska framleiðslu.

Framleiðsluferlið við gerð ullarbands er eins vistvænt og mögulegt er. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn og vatnsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins en sauðkindin sjálf, sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist einkum á grasi sem vex á ósnortnu landi. Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki til að tryggja viðhald náttúrlegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. Við vinnum engu að síður stöðugt í því að bæta áferð og mýkt ullarinnar án þess að tapa því sem ullin stendur fyrir.

VÖRURNAR OG VÖRUMERKIÐ

Glófi er markaðsdrifið framleiðslufyrirtæki og framleiðir yfir 80 vörutegundir undir sínu eigin vörumerki; VARMA og tugi vörutegunda undir vörumerkjum annara. Að teknu tilliti til mismunandi lita og stærða skipta vörunúmerin hundruðum.   VARMA leggur mikla áherslu á vöruþróun og nýsköpun og leytast við að höfða til neytenda sem láta sig mikilvæg mál varða eins og mannréttindi og náttúruvernd. VARMA leitast við að skapa tímalausar flíkur og fylgihluti sem henta vel við íslenskar aðstæður í sveit og borg.

VARMA notar aðallega ullarband frá Ístex sem framleitt er úr ull frá íslenskum bændum og íslensk skinn frá Loðskinni á Sauðárkróki í vörurnar sínar, enda þekkjast VARMA vörurnar á gæðunum.

ÍSLENSK HÖNNUN, HRÁEFNI OG FRAMLEIÐSLA

Í miðri Reykjavík er framleiðslufyrirtækið okkar Glófi staðsett, en það er orðið fáheyrt í dag að slíkur iðnaður sé starfræktur í Norður Evrópu. Við erum að því leiti algjörir geirfuglar og erum stolt af því. Aðal hráefnið okkar, íslenska ullin, er unnin og úr henni framleitt í upprunalandi sínu. Við trúum á þesskonar verðmætasköpun. Við sköpum störf á íslandi, eflum mannlífið og síðast en ekki síst berum við virðingu fyrir náttúrunni.

Starfsfólk Varma

VARMA/GLÓFI EHF.

Varma hefur aðsetur að Ármúla 31, 108 Reykjavík. Hægt er að kaupa Varma vörur víða um landið (sjá undir sölustaðir).