Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

varma

VARMA hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri ullarvöru á Íslandi frá því að fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 1982.

Í dag erum við staðsett í miðri Reykjavík, en það er orðið fáheyrt í dag að slíkur iðnaður sé starfræktur í þessum hluta heimsins. Við erum að því leiti algjörir geirfuglar og erum stolt af því. Aðal hráefnið okkar, íslenska ullin, er unnin og úr henni framleitt í upprunalandi sínu. Við trúum á þesskonar verðmætasköpun. Við sköpum störf á íslandi, eflum mannlífið og síðast en ekki síst berum við virðingu fyrir náttúrunni.

Ullin var lengi vel ein aðal útflutningsvara íslendinga og það er okkur mikill heiður að standa vörð um söguna, þetta einstaka hráefni og íslenska framleiðslu.