Íslensk ull - hefur fylgt íslendingum frá landnámi
Undirstaðan í starfsemi okkar, íslenska ullin, hefur þróast í 1100
ár í köldu og norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstökum
eiginleikum. Hún er létt og heldur virkilega vel hita, andar vel og hrindir frá sér vatni.
Sauðkindin sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist einkum á grasi sem vex á ónsortnu landi.
Sérstaða íslenska ullarinnar liggur í því að hún skiptist í tog og þel.
Aðeins örfá sauðfjárkyn af þeim hundruðum sem til eru í heiminum í dag eru með slíka tveggja hára uppbyggingu sem gefa okkur hennar frábæru einangrunar eiginleika.
Á Íslandi eru um 500 þúsund fjár og öflugt eftirlit er með aðbúnaði þeirra. Féið gengur ekki auðveldlega úr reyfinu og því er rúningur mikilvægur hluti af velferð sauðfjársins, en flest fjárbú rýja á haustin á vorin.
aðfangakeðjan
Framleiðsluferlið við gerð ullarbands er eins vistvænt og mögulegt er.
Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn og vatnsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins. Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki til að tryggja viðhald náttúrlegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. Við vinnum engu að síður stöðugt í því að bæta áferð og mýkt ullarinnar án þess að tapa því sem ullin stendur fyrir.