Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Angora ullarsokkar - til styrktar Downs samtökunum á Íslandi

Söluverð2.900 ISK

SAMEINUMST Í SOKKUNUM

Listamennirnir Guðjón Gísli Kristinsson & Guðjón Sigurður Tryggvason hafa í sameingu hannað ósamstætt sokkapar í tilefni af Alþjóðlega Downs deginum. Þetta einstaka sokkapar inniheldur einn appelsínugulan sokk og einn gráan sokk.

Það er alþjóðleg hefð til áratuga að fagna alþjóðlegum degi Downs heilkennis með því að klæðast mislitum sokkum. Hefð sem íslendingar hafa tekið virkan þátt í. Með dyggum stuðning Varma og Hagkaups var hægt að taka það skref að hanna og framleiða mislita íslenska sokka í tilefni dagsins.  

Fögnum fjölbreytileikanum með gleði og því að vera í ósamstæðum sokkum. Í sameiningu getum við skapað inngildandi samfélag, samfélag án aðgreiningar.

Allur ágóði af sölu sokkana rennur óskiptir til Félags áhugafólks um Downs heilkennið.

Sokkar eru úr blöndu af lambsull og angóru ull sem gerir þá einstaklega mjúka og þægilega. Sokkarnir eru með mjúkri teygju í stroffinu og yfir fótinn. Angóru ullin er vottuð sem þýðir það að ullin er rekjanleg til bóndans og öllum dýravelferðar reglum er mætt.

50% lambsull, 20% angóru ull, 25% polyamid, 5% lycra.

Framleiddir á Íslandi.

Sokkarnir eru einnig til sölu verslunum Hagkaups í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Spöng og á Akureyri.

Stærð:
Angora ullarsokkar - til styrktar Downs samtökunum á Íslandi
Angora ullarsokkar - til styrktar Downs samtökunum á Íslandi Söluverð2.900 ISK